Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 202. fundur - 11. maí 2021.

Haldinn í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði,
11.05.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista,
Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista,
S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista,
Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista,
Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista,
Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista,
Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista,
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála,
Elías Pétursson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2104015F - Bæjarráð Fjallabyggðar - 694. fundur - 4. maí 2021.
Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 9.
1.3. 2104092 - Samningur um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar 2021
Lögð fram drög að þjónustusamningi við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) um rekstur knattspyrnuvalla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði fyrir árið 2021, ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 29.04.2021.
Niðurstaða 694. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
1.4. 2104033 - Verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga
Lagt fram vinnuskjal Eflu verkfræðistofu dags. 3. maí 2021, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið Dúntekja Leirutanga Fjallabyggð, mánudaginn 3. maí 2021.

Tilboð bárust frá tveimur aðilum :
Birkir Ingi Símonarson kr. 588.000.-.
Icelandic Eider ehf. kr. -1.544.560.-.

Lagt er til að gengið verði til samninga við Icelandic Eider ehf. sem skilaði inn hagstæðara tilboði, þar sem tilboðið miðast við að greiða Fjallabyggð fyrir verkefnið.
Niðurstaða 694. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Icelandic Eider ehf..
Niðurstaða þessa fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
1.5. 2101004 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.04.2021 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna sameiningar á tveimur íbúðum í Skálarhlíð og vegna endurbóta utanhúss. Óskað er eftir 10.000.000 kr. vegna sameiningar á íbúðum á þriðju hæð sem er fjárfesting og eignfærist á íbúðasjóð. Einnig óskað eftir 3.000.000 kr. vegna endurbóta utanhúss sem er viðhaldskostnaður og færist á rekstur.
Niðurstaða 694. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14/2021 við fjárhagsáætlun 2021 vegna framkvæmda og viðhalds á Skálarhlíð, samtals kr. 13.000.000 sem bókast á málaflokk 61790, lykil 4965 kr. 3.000.000.- og kr. 10.000.000.- á framkvæmdir vegna sameiningu íbúða sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar
Til máls tók Helgi Jóhannsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
1.6. 2104062 - Gangstéttar - útboð 2021-2022.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 23.04.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á gangstéttum í Fjallabyggð 2021.
Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið.
Bás ehf, Sölvi Sölvason, Árni Helgason ehf., Smári ehf., LFS ehf. og Magnús Þorgeirsson.
Niðurstaða 694. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar
Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð vegna endurnýjunar á gangstéttum í Fjallabyggð 2021 og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 
2. 2104016F - Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 3. maí 2021.
Fundargerðin er í 4 liðum.

Til afgreiðslu 3. liður.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
2.3. 2101062 - Skóladagatöl 2021-2022
Niðurstaða 99. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar
Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri leikskólans, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri grunnskólans og Halldóra Elíasdóttir fulltrúi kennara grunnskólans. Skóladagatöl Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar.
 
3. 2104014F - Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 5. maí 2021.
Fundargerðin er í 23 liðum.

Til afgreiðslu: 1, 2, 7, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 22.

Til máls tók Helgi Jóhannsson undir lið 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
3.1. 2102035 - Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði
Lagðar fram umsagnir vegna skipulagslýsingar deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Einnig lögð fram drög að deiliskipulagstillögu.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að drög að deiliskipulagi verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með opnu húsi í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem nefndir eru í ábendingum umsagnaraðila og því sem fram fór á fundinum. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.2. 2104091 - Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar
Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.7. 2103001 - Umsókn um byggingarleyfi og lóðarstækkun - Grundargata 5b Siglufirði
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi við Grundargötu 5b að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa við Lækjargötu 4c vegna lóðamarkabreytinga.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Erindi samþykkt og tæknideild falið að endurnýja lóðarleigusamninga við Lækjargötu 4c og Grundargötu 5b í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.12. 2104025 - Umsókn um lóð - Eyrarflöt 14-20
Lögð fram umsókn um lóð dagsett 13. apríl 2021 þar sem Ívar J. Arndal sækir um úthlutun á raðhúsalóð við Eyrarflöt 14-20 á Siglufirði.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar við Eyrarflöt 14-20 fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.13. 2104046 - Umsókn um lóð - Bakkabyggð 4
Lögð fram umsókn um lóð dagsett 19. april þar sem Sævar Birgisson og Eva Rún Þorsteinsdóttir sækja um úthlutun á einbýlishúsalóð við Bakkabyggð 4 í Ólafsfirði. Einnig lagður fram tölvupóstur þar sem Guðmundur Þórðarson afsalar sér lóðinni við Bakkabyggð 4 sem hann hafði áður fengið úthlutað.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar við Bakkabyggð 4 fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.14. 2103063 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Túngata 40 Siglufirði
Lagt fram erindi frá Gesti Þór Guðmundssyni dagsett 13. apríl 2021 þar sem hann óskar eftir rökstuðningi fyrir höfnun á stækkun lóðarinnar við Túngötu 40 á síðasta fundi nefndarinnar. Óskar hann eftir að mál hans um lóðastækkun verði tekið aftur upp og hugsað vel.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Nefndin ítrekar fyrri bókun þar sem rökstuðningur fyrir synjun á stækkun lóðar kemur fram. Sjóvarnargarðurinn er mikilvægt öryggismannvirki sem sveitarfélagið þarf að komast að með greiðum hætti þegar þörf er á.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.15. 2105003 - Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 34 Siglufirði
Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Aðalgötu 34 á Siglufirði.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Erindi samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.16. 2104080 - Umsókn um stækkun lóðar við Aðalgötu 3, Siglufirði
Lagt fram erindi dagsett 26. apríl 2021 þar sem Björn Hauksson, tilvonandi kaupandi að Aðalgötu 3 á Siglufirði, óskar eftir nýjum lóðarleigusamning fyrir fasteignina og óskar jafnframt eftir stækkun lóðarinnar til austurs að Tjarnargötu skv. meðfylgjandi teikningu.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Nefndin hafnar umsókn um stækkun á lóð, en samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við núverandi notkun og afmörkun lóðar.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.17. 2101019 - Afturköllun lóðarumsóknar-Skógarstígur 12
Lagt fram erindi Eddu Hafsteinsdóttur dagsett 11. apríl 2021 þar sem hún skilar inn lóðinni Skógarstíg 12 sem hún hafði fengið úthlutað þann 3. febrúar sl.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Erindi samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.18. 2009048 - Afturköllun lóðarúthlutunar - Grundargata 22
Þar sem tímafrestur vegna skila á gögnum er runnin út og ekki hefur verið óskað eftir frekari fresti, afturkallar nefndin lóðarúthlutun Grundargötu 22. Er þetta gert í samráði við Fjallatak ehf. sem fékk lóðina úthlutað þann 14. október sl.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.19. 2104065 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna
Lagt fram erindi Hallgríms Bóasar Valssonar f.h. Tengis ehf. þar sem óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að grafa fyrir ljósleiðaralögnum á lóðum sveitarfélagsins til að tengja Sýsluskrifstofuna við Gránugötu 4-6 við ljósleiðara, í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Erindi samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.20. 2104084 - Umsókn um leyfi til að hækka vegspotta frá Árósi að Siglufjarðarflugvelli
Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar dagsett 27. apríl 2021 þar sem óskað er eftir leyfi til að taka ármöl í lóni Skútuár til að hækka vegarspotta sem liggur frá Árósi að Siglufjarðarflugvelli.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Erindi samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.22. 2105007 - Ný lóð undir tjaldsvæðahús í Ólafsfirði
Lögð fram drög að lóðarleigusamning fyrir lóðina Tjarnarstíg 1A þar sem byggt verður nýtt aðstöðuhús fyrir tjaldsvæðið.
Niðurstaða 268. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar
Erindi samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 
4. 2105001F - Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 6. maí 2021.
Fundargerðin er í 16. liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Liður 9 er afgreiddur í Skipulags- og umhverfisnefnd sérstaklega.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 8.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson undir lið 4.

Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Elías Pétursson og Helgi Jóhannsson undir lið 9.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
 
5. 2105002F - Stjórn Hornbrekku - 28
Fundargerðin er í 4 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
 
6. 2103086 - Skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2024
Lögð fram útboðsgögn deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gögn og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála að auglýsa útboðið.
 
7. 2105005 - Tilfærsla á bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar
Lögð fram breyting á bæjarstjórnarfundi í júní 2021. Lagt er til að hann verði haldinn 16. júní 2021 í stað 9. júní 2021.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.
 
8. 2104079 - Ársreikningur Fjallabyggðar 2020 - Seinni umræða
Á 201. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 28. apríl 2021 var ársreikningur Fjallabyggðar 2020 tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa honum til bæjarstjórnar til síðari umræðu.
Til máls tók: Elías Pétursson bæjarstjóri og lagði fram eftirfarandi bókun:
Jákvæð rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs 2020 var jákvæð um 77 millj. kr. og A hluta um 26 millj. kr.. Veltufé frá rekstri nam 377 millj. kr. eða 12.1% af tekjum. Vaxtaberandi skuldir voru um áramót 316 millj. kr. en voru 348 millj. kr. 2019. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.898 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta um 3.440 millj. kr.. Ársreikningur 2020 er birtur í heild sinni sem fylgiskjal í fundargerð þessari og mun í framhaldi af fundi bæjarstjórnar verða birtur á heimasíðu Fjallabyggðar.
Afkoma samstæðu er nokkru lakari en samþykkt fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Meginástæða lakari afkomu samstæðu er mikil hækkun launakostnaðar en hann reyndist vera 165 millj. kr. hærri en gert var ráð fyrir í samþykktri fjárhagsáætlun. Þar veldur mestu miklar launahækkanir, oftar en ekki afturvirkar, og aukið álag á starfsfólk sem má rekja til Covid-19. Einnig sést þess stað í rekstrarniðurstöðu ársins að bæjarstjórn ákvað að bæta í hvað varðar viðhald eigna m.a. með það að markmiði að verja gott atvinnuástand. Á síðasta ári voru 196 millj. kr. settar í viðhald eigna sveitarfélagsins sem er 77 millj. kr. meira en samþykkt fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Eignfærðar framkvæmdir voru 325 millj. kr., öll fjárfesting ársins var fjármögnuð af handbæru fé og án lántöku.

Að lokum vil ég þakka starfsfólki bæjarins og kjörnum fulltrúum óeigingjarnt framlag til þess árangurs sem náðist í rekstri sveitarfélagsins á undanförnu mjög svo krefjandi rekstrarári.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson, Ingibjörg G. Jónsdóttir.

Forseti bæjarstjórnar hvað sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta D og I lista.
Meirihluti D og I lista fagnar þeim árangri sem sjá má stað í framlögðum ársreikningi enda ber hann með sér ábyrgð og ráðdeild ásamt að sýna vel hvernig sveitarfélagið hefur staðið vörð um öfluga grunnþjónustu og kröftugt atvinnulíf á krefjandi tímum. Meirihluti D og I lista þakkar öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir einstakt framlag til þess árangurs sem náðst hefur og sjá má stað í framlögðum ársreikningi.

Framlagður ársreikningur Fjallabyggðar 2020 borin upp til afgreiðslu og samþykktur samhljóða með 7 atkvæðum og undirrita kjörnir fulltrúar ársreikninginn því til staðfestingar, ásamt ábyrgðar - og skuldbindingaryfirliti.


Fjallabyggð ársreikningur 2020.pdf
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta