Menning

Í Fjallabyggđ er blómlegt menningarlíf á hinum ýmsu sviđum menningarmála.  Fjölmörg félagasamtök halda uppi öflugu starfi, hér má finna glćsileg söfn og haldnar eru fjölmennar metnađarfullar tónlistarhátíđir.

Ţćr tónlistarhátíđir sem haldnar eru í bćjarfélaginu eru kunnar fyrir metnađarfulla dagská og spanna ţćr yfir vítt sviđ.  Ţar skal fyrst nefna Ţjóđlagahátíđina á Siglufirđi sem hlaut Eyrarrósina áriđ 2005 sem áhugaverđasta hátíđin á landsbyggđinni. Trilludagar er glćný fjölskylduhátíđ sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi. Á Trilludögum er bođiđ uppá sjóstöng og útsýnissiglingar út á fjörđinn fagra, grill á hafnarsvćđinu, söng, tónlist, glens og gleđi fyrir alla fjölskylduna. Öllu meiri ró er yfir dagskrá Berjadaga, sem haldnir eru hvert haust í Ólafsfirđi en ţar er sígild tónlist í fyrirrúmi.  Óhćtt er ađ mćla međ öllum ţessum hátíđum fyrir unnendur góđrar tónlistar og fyrir ţá sem vilja njóta tilverunnar.  Ađ auki eru haldnir í bćjarfélaginu fjölmargir tónleikar ţar sem fram koma jafnt heimamenn sem landsţekktir tónlistarmenn.

Leikfélag er starfandi í bćjarfélaginu, nokkrir kórar og hljómsveitir og fjölmörg félagasamtök sem krydda mannlífiđ međ öflugu starfi.

Markađs- og menningarnefnd er bćjarstjórn til ráđuneytis um menningartengd málefni.  Í nefndinni eru 5 fulltrúar og 5 til vara.  Fundar nefndin einu sinni í mánuđi eđa eftir ţörfum. 

Markađs- og menningarfulltrúi Linda Lea Bogadóttir er starfsmađur málaflokksins. Netfang: lindalea@fjallabyggd.is

 

Takk fyrir!

Ábending ţín er móttekin