Íþróttir og tómstundir

Í Fjallabyggð er öflugt íþrótta og tómstundastarf þar sem allir ættu að geta fundið tómstundir og/eða íþróttir við sitt hæfi, hvort sem það er að renna fyrir fisk í höfninni, sparka bolta, skella sér í sund, fara á skíði eða í gönguferð um þær stórkostlegu náttúruperlur sem Fjallabyggð státar af.

Við sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar árið 2006 í Fjallabyggð opnuðust nýjar leiðir varðandi nýtingu íþróttasvæða í sveitarfélaginu. Samnýting á mannvirkjum og mannskap mun gera okkur kleift að efla þá þjónustu og aðstöðu sem fyrir er.

Fræðslu-, frístunda- og menningarnefnd fjallar um málefni á sviði íþrótta- og tómstunda.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur yfirumsjón með málaflokknum. Netfang: haukur@fjallabyggd.is 

Tengiliðir

Haukur Sigurðsson

Íþrótta- og tómstundafulltrúi