Fræðslu- frístunda- og menningarmál

Fræðslu- frístunda- og menningarmál Fjallabyggðar heyrir undir þrjár nefndir, þær eru fræðslu- og frístundanefnd, markaðs- og menningarnefnd og ungmennaráð.

Verkefni fræðslu- og
frístundanefndar eru: 

 • Skóla- og frístundamál
 • Rekstur skólastofnana
 • Endur- og símenntun
 • Íþrótta- og frístundamál
 • Rekstur íþróttamannvirkja                                      
 • Félagsmiðstöðin Neon
 • Vinnuskóli
 • Forvarnir

 

   Verkefni markaðs- og
   menningarnefndar eru:

 • Menningarmál og menningar-
  tengdir viðburðir                                               
 • Safnamál
 • Tjaldsvæði
 • Vinabæjartengsl
 • Markaðs- og kynningarmál
 • Bóka- og héraðsskjalasafn
 • Tjarnarborg 

 

     Verkefni ungmennaráðs eru:

 • Stefnumótun í málefnum ungs fólks
 • Gæta hagsmuna ungs fólks
 • Ráðgefandi um framtíðarsýn í
  rekstri félagsmiðstöðva
 • Efla tengsl nemenda Fundargerðir

 Fundargerðir  Fundargerðir 

 

Eftirtalin málefni heyra undir fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeild;

 • Fræðslumál (skólamál)
 • Menningarmál
 • Safnamál
 • Íþrótta- og tómstundamál
 • Íþróttamannvirki
 • Vinnuskóli
 • Ungmennamál
 • Frístundastarf og forvarnir
 • Atvinnumál
 • Kynningar- og markaðsmál
 • Tjaldsvæði

 

Tengiliðir

Ríkey Sigurbjörnsdóttir

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

Linda Lea Bogadóttir

Markaðs- og menningarfulltrúi

Haukur Sigurðsson

Forst.maður íþr.mannvirkja og vinnuskóla

Fréttir

Jón Þorsteinsson, söngvari og söngkennari útnefndur Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2021

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt á fundi sínum miðvikudaginn 2. desember sl. að útnefna Jón Þorsteinsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2021.
Lesa meira

Styrktartónleikar Tónlistarbrautar MTR - Fréttatilkynning

Þann 11. desember klukkan 19:30, munu nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga stíga á stokk og ætla sér það verkefni að halda tónleika til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Alls eru það sex nemendur í áfanga sem heitir Skapandi tónlist og meðal flytjenda eru sigurvegarar söngkeppni framhaldsskólanna 2020.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Jólakvöldinu í Ólafsfirði aflýst í ár

Fréttatilkynning frá forsvarsmönnum Jólakvöldsins í Ólafsfirði! Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa árlegu Jólakvöldi sem halda átti föstudaginn 4. desember nk. Gera má ráð fyrir að fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi eins og verið hefur sem gerir okkur erfitt fyrir að halda jólakvöldið eins og við mundum vilja gera. Þar ræður mestu að 10 manna fjöldatakmarkanir og tveggja metra regla inni í húsum á svæðinu gerir þetta mjög erfitt í framkvæmd. En við komum bara enn hressari að ári liðnu með jólakvöldið í Jólafsfirði.
Lesa meira

Tendrun jólatrjáa í Fjallabyggð og jólamarkaður Tjarnarborgar

Hefðbundnum föstum viðburðum sem tengjast jólahátíðinni í Fjallabyggð líkt og tendrun jólaljósa jólatrjánna fyrstu helgina í aðventu og árlegum jólamarkaði í Tjarnarborg hefur verið aflýst vegna samkomutakmarkana. Yngri börn leik- og grunnskóla munu þó gera sér ferð að trjánum í desember og hengja á þau jólaskraut. Áramótabrennur og flugeldasýningar verða haldnar eins og venjulega sem og á þrettándanum.
Lesa meira

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, sýningaropnun í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þetta er árlegur viðburður hjá Aðalheiði sem ávallt sýnir það nýjasta sem hún er að fást við í list sinni og hefur um leið opið í anddyrinu þar sem sjá má ýmis smáverk sem ratað gætu í jólapakka.
Lesa meira