Fréttir & tilkynningar

Gul viðvörun vegna hvassviðris á okkar svæði á morgun. Íbúar beðnir um að huga að lausum munum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á okkar svæði á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, og gildir hún frá kl. 07:00 í fyrramálið og fram á aðra nótt. Samhliða þessu verður hitastig allt að 10 gráður í plús. Íbúar eru beðnir um að huga að lausum munum og hreinsa klaka frá niðurföllum.
Lesa meira

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð - frestur til 7. febrúar

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er ræða almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2023 og fer úthlutun fram þann 9. mars 2023. Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum. Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.
Lesa meira

29 ára farsælt starf að baki

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Vinnuskóla Fjallabyggðar lét af störfum um síðustu áramót. Haukur hefur starfað sem forstöðumaður íþróttamannvirkja síðustu 29 ár, fyrst fyrir Ólafsfjarðarkaupstað og síðar Fjallabyggð. Að auki hefur Haukur veitt Vinnuskóla Fjallabyggðar forstöðu síðustu ár og þá hafði hann umsjón með félagsmiðstöðinni Neon um árabil.
Lesa meira

Starfsemi Karlakórs Fjallabyggðar hefst á ný - Fyrsta æfing mánudaginn 23. janúar

Starfsemi hjá Karlakór Fjallabyggðar hefst að nýju mánudaginn 23. janúar næstkomandi klukkan 19:00 í húsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga Siglufirði.
Lesa meira

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag brimbrettaaðstöðu í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Basalt arkitektum fyrir Fjallabyggð, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.
Lesa meira

Snjóhengjur og grýlukerti ⚠️

Slökkvilið Fjallabyggðar vill vekja athygli húseigenda og forráðamanna fyrirtækja á að huga að snjóhengjum og grýlukertum á húseignum sínum. Mikil hætta getur skapast falli grýlukerti eða snjóhengjur niður. Eigendur og umráðamenn fasteigna eru hvattir til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir óhöpp eða sl
Lesa meira

Auglýsing um verðkönnun: Ræsting í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði

Fjallabyggð óskar eftir verðtilboði í verkið: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði. Verkið felst í reglulegri ræstingu og sumarhreingerningu á starfsstöð Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði (Leikhólum) samkvæmt útboðslýsingu.
Lesa meira

Lífshlaupið hefst 1. febrúar, skráning hefst 18. janúar

Lífshlaupið verður ræst þann 1. febrúar og stendur keppnin yfir í þrjár vikur fyrir vinnustaði en tvær vikur fyrir grunn- og framhaldsskóla. Allar upplýsingar um skráningu, myndrænar leiðbeiningar um það hvernig maður skráir sig til leiks í Lífshlaupið sem og reglur má finna á https://lifshlaupid.is/lifshlaupid/
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. janúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig auglýsir Bæjarstjórn Fjallabyggðar hér með tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Siglufjarðar samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum

Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra ásamt Fjallabyggð ákveðið að reka saman barnaverndarþjónustu sem kallast nú Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands.
Lesa meira