Fréttir & tilkynningar

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2020

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 við síðari umræðu sem fram fór 13. desember sl. Rekstur bæjarsjóðs Fjallabyggðar stendur traustum fótum. Aðhald og ráðdeild í rekstri skila rekstrarafgangi upp á 257 m.kr. og veltufé frá rekstri upp á 550 mkr. sem gerir bæjarsjóði kleift að hafa hátt framkvæmdarstig og greiða niður vaxtaberandi skuldir um 115 m.kr. á árinu 2020. Á næsta ári er reiknað með að ljúka við stærsta umhverfismál byggðarlagsins, það er að segja holræsaútrásir og dælubrunna í báðum byggðarkjörnum.
Lesa meira

Þrettándabrennu frestað vegna slæmrar veðurspár

Ákveðið hefur verið að fresta þrettándabrennu Kiwanisklúbbsins Skjaldar og flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Stráka sem halda átti mánudaginn 6. janúar kl. 18:00 á Siglufirði. Þetta er gert vegna slæms veðurútlits um komandi helgi og mikillar ofankomuspár á mánudaginn en staðan verður endurmetin þá. Fylgist með!
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti 8. janúar nk. frestað til 22. janúar

Vakin er athygli á því að næsti bæjarstjórnarfundur verður miðvikudaginn 22. janúar. Samkvæmt venjubundnum fundartíma bæjarstjórnar, sem er annar miðvikudagur í mánuði, hefði næsti fundur átt að vera í næstu viku, þann 8. janúar en ákveðið hefur verið að færa hann til 22. janúar.
Lesa meira

Klippikort tekin í notkun á gámasvæðum Fjallabyggðar

Frá 1. janúar 2020 þurfa íbúar og rekstraraðilar í Fjallabyggð klippikort til að komast inn á gámasvæði sveitarfélagsins. Íbúar og rekstraraðilar geta sótt klippikortin á skrifstofum sveitarfélagsins Gránugötu 24 Siglufirði og Bókasafni Fjallabyggðar á Ólafsvegi 4 Ólafsfirði. Íbúar og sumarhúsaeigendur fá afhent eitt kort á ári sér að kostnaðarlausu en rekstraraðilar þurfa að greiða 29.900 krónur fyrir kortið.
Lesa meira

Nafnasamkeppni - ný landshlutasamtök á Norðurlandi eystra

Fjallabyggð vill vekja athygli íbúa á nafnasamkeppni, vegna stofnunar nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra.
Lesa meira

Fjallabyggð gefur íbúum fjölnota poka

Fjallabyggð býður íbúum sínum að sækja sér fjölnota poka úr lífrænni bómull. Pokarnir munu liggja frammi á Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði eftir áramótin.
Lesa meira

RARIK bætir viðskiptavinum tjón vegna rafmagnsleysis

Fjallabyggð vill vekja athygli íbúa og fyrirtækja á frétt á heimasíðu RARIK en þar kemur fram að RARIK muni koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysi í hinu fordæmalausa illviðri sem brast á 10. desember 2019.
Lesa meira

Grétar Áki Bergsson íþróttamaður Fjallabyggðar 2019

Grétar Áki Bergsson var í gær, laugardaginn 28. desember valinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2019. Auk Grétars Áka var efnilegasta og besta íþróttafólkið í hverri grein verðlaunað. Valið um íþróttamann Fjallabyggðar 2019 fór fram í Tjarnarborg, Ólafsfirði og eru það Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa saman að valinu.
Lesa meira

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2020. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.
Lesa meira

Afhending klippikorta fyrir gámasvæði

Afhending klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar hefst 2. janúar 2020. Hægt verður að nálgast klippikort á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði og í afgreiðslu Bókasafns Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Sala klippikorta mun þó einungis fara fram á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði.
Lesa meira