Fréttir & tilkynningar

Útnefning bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending menningarstyrkja 6. febrúar nk.

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020, Elías Þorvaldsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2020. Allir hjartanlega velkomnir. Markaðs– og menningarnefnd.
Lesa meira

Akureyrarstofa; Súpufundur ferðaþjónustunnar á Greifanum 21. janúar 2020

Fyrsti súpufundur ferðaþjónustunnar á nýju ári verður haldinn, þriðjudaginn 21. janúar kl. 11:30 - 13:00 Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2. hæð. Boðið upp á matarmiklasúpu, salat, kaffi & súkkulaði á kr. 2000.- sem greiðist á staðnum. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 20. janúar hér fyrir neðan.
Lesa meira

Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira

Munið að moka frá sorptunn­um

Vegna mikils fannfergis undanfarið er þeim tilmælum beint til húseigenda í Fjallabyggð að moka frá sorptunnum hjá sér fyrir sorphirðudag svo hægt sé að hirða sorp frá heimilum. Ef aðgengi að sorptunn­um er slæmt og íbú­ar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfs­fólks sorp­hirðunn­ar, verða tunnur ekki tæmdar. Samkvæmt sorphirðudagatali er verið er að tæma gráar tunnur á Siglufirði í dag 13. janúar og á morgun 14. janúar. Gráa tunnan verður svo tæmd í Ólafsfirði miðvikudaginn 15. janúar nk.
Lesa meira

Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni í afleysingar í aðhlynningu

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni í afleysingar í aðhlynningu. Starfið er vaktavinna og mikilvægt að viðkomandi geti unnið allar vaktir.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 13. desember 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið markast af heimkeyrslu að Hornbrekku til suðurs, Ólafsfjarðarvegi/Ægisgötu til vesturs, lóð Menntaskólans á Tröllaskaga og Grunnskóla Fjallabyggðar til norðurs og deiliskipulagi snjóflóðavarna Hornbrekku til austurs.
Lesa meira

Nýárskveðja

Nýárskveðja Heilsueflandi Fjallabyggð óskar íbúum Fjallabyggðar gleðilegs nýs árs. Stýrihópur Heilsueflandi samfélags í Fjallabyggð hvetur íbúa til að hlúa að heilsu sinni og heilbrigði á nýju ári sem endranær. Einnig hvetur stýrihópurinn stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að horfa til heilsueflingar starfsmanna á nýju ári. Á vef Embættis landlæknis má finna bækling um heilsueflingu á vinnustöðum.
Lesa meira

Í kjölfar óveðurs - söfnun upplýsinga um tjón

Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir dagana 10. – 12. desember sl. fer sveitarfélagið þess á leit við bæði íbúa og fyrirtæki Fjallabyggðar sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum veðurofsans eða vegna rafmagnsleysisins að senda upplýsingar um það á netfangið fjallabyggð@fjallabyggd.is. Umbeðnar upplýsingar verða nýttar í greinargerð til átakshóp fimm ráðuneyta og til að gera viðbragðsáætlun fyrir óveður.
Lesa meira

Ath framlengdur frestur ! Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur vegna áhersluverkefna fyrir árið 2020 hefur verið framlengdur til 31. janúar 2020. Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Hægt er að skila inn hugmyndum á netfangið vigdis@eything.is. Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. [Nánar...]
Lesa meira

Hvar stoppa ferðamenn? Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar 21. janúar

Vegagerðin býður til morgunverðarfundar um ferðamenn og áningarstaði á þjóðvegum á Grand hótel þann 21. janúar 2020. Fjölgun ferðamanna síðasta áratug hefur verið fordæmalaus. Álagið hefur aukist á innviði landsins, ekki síst vegakerfið sem hefur þurft að anna mun meiri umferð en ráð var fyrir gert. Áskoranir eru margar, til dæmis er mikilvægt að fjölga áningarstöðum á þjóðvegum, bæði til að auka þjónustu við ferðamenn og ekki síst til að auka öryggi vegfarenda.
Lesa meira