Viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2015

Frá sjómannahátíðinni 2014
Frá sjómannahátíðinni 2014

Fyrirhugað er að gefa út viðburða- og menningardagskrá Fjallabyggðar 2015 líkt og gert var í upphafi árs 2014. Markaðs- og menningarfulltrúi heldur utan um þessa vinnu og óskar eftir því að fá sendar upplýsingar frá stofnunum, félagasamtökum, verslunar- og þjónustufyrirtækjum og einstaklingum um alla áhugaverða viðburði sem verða í Fjallabyggð á árinu. Fyrirhuguð útgáfa á dagskránni verður um mánaðarmótin janúar/febrúar.
Markmiðið er að vekja athygli á því mikla og fjölbreytta menningarlífi sem er í sveitarfélaginu.
Óskað er eftir því að upplýsingar verði sendar á netfangið kristinn@fjallabyggd.is í síðasta lagi föstudaginn 23. janúar nk.