Verið að smíða fyrir okkur nýjan slökkvibíl í Ólafsfirði

Nýverið ritaði Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri undir samning við Sigurjón Magnússon ehf. um smíði yfirbyggingar á nýja slökkvibifreið fyrir Fjallabyggð. Um er að ræða Man bíl með tvöföldu húsi. Áætlaður afhendingartími er í maí á næsta ári og bílnum ætlað að þjóna báðum byggðalögum en verður þó staðsettur á Siglufirði. Kaup þessi eru samkvæmt nýrri brunavarnaráætlun Fjallabyggðar.