Útnefning bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending menningarstyrkja 6. febrúar nk.

Elías Þorvaldsson, bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020
Elías Þorvaldsson, bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020, Elías Þorvaldsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00.

Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2020.

Allir hjartanlega velkomnir.

Markaðs– og menningarnefnd.