“Tveggja Þjónn” á Ólafsfirði.

Leikfélag Siglufjarðar hefur lengi haft áhuga á að setja upp sýningu í austurhluta hins nýja sveitarfélags; Fjallabyggð.  Nú loksins er sá draumur að rætast. Ærsla- og gamanleikurinn ‚Tveggja þjónn‘ eftir Carlo Goldoni í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar verður sýndur í Tjarnarborg á Ólafsfirði  laugardaginn 22. mars nk.  Leikritið var frumsýnt á Siglufirði 22. febrúar sl. og þeir sem hafa séð verkið hafa hrósað því hástert og skemmt sér konunglega.   Sýningin hefst kl. 20:00, húsið opnar kl. 19:30  Miðapantanir eru í höndum Víbekku  - 849 5384  og Ingibjörgu - 892 1741 eftir kl. 16:00