Tónskóli Fjallabyggðar með opið hús á Skálarhlíð.

Frá tónleikum á Skálarhlíð.
Frá tónleikum á Skálarhlíð.
Tónskóli Fjallabyggðar, verður með opið hús á Skálarhlíð, Siglufirði föstudaginn 7. febrúar.  Skálarhlíð verður opið frá kl. 14.30 – 16.00. Fram koma nemendur og kennarar Tónskóla Fjallabyggðar.
Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, fjöldasöng og fjölbreytt tónlistaratriði. Gestum verður boðið upp á vöfflur og kaffi og um að gera að kíkja á okkur, eiga góða stund með vist- og starfsfólki Skálarhlíðar og Tónskóla Fjallabyggðar.