„Sóum minna – nýtum meira“

Molta úr lífrænum úrgangi. Mynd: Creative Commons
Molta úr lífrænum úrgangi. Mynd: Creative Commons

Ráðstefna um lífrænan úrgang
Gunnarsholti á Rangárvöllum
20. mars 2015 kl. 10-17

Fjallað verður á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu. Í hádegishléi verður í boði léttur málsverður.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er nýting þeirra verðmæta sem felast í lífrænum úrgangi. Fjallað verður um hugtökin úrgang og hráefni og farið yfir stöðuna hérlendis, hvaða farvegir eru fyrir lífrænan úrgang og um lausnir sem notaðar eru á ýmsum stöðum á landinu. Rætt verður um lög og reglugerðir í nútíð og framtíð, þróun vinnslutækni og nýtingar, stefnumótun hjá ríki og sveitarfélögum og hver skuli draga vagninn í þessum efnum. Sömuleiðis verða sagðar reynslusögur af ræktun með hjálp lífræns úrgangs, lífrænni ræktun í Skaftholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, notkun kjötmjöls í Hekluskógum og landgræðslu með kjötmjöli og gor.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Skógræktar ríkisins.

Upplýsingar á pdf