Skíðamót Íslands - íslenska fánann á loft

Mynd: af veraldarvefnum
Mynd: af veraldarvefnum

Kæru íbúar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.
Senn líður að Skíðamóti Íslands sem haldið verður á Dalvík/Ólafsfirði næstkomandi helgi, þetta verður mikil hátíð og margir sem munu leggja leið sína til okkar.
Okkur langar að biðla til ykkar íbúanna að hjálpa okkur með að mynda góða hátíðarstemningu með því að flagga íslenska fánanum keppnisdagana sem eru föstudagur 20. mars, laugardagur 21. mars og sunnudagur 22. mars.
Að lokum hvetjum við alla til að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur og sjá skíðafólk landsins renna sér í brekkunum, hægt er að nálgast dagskrá og frekari upplýsingar á heimasíðu sveitafélaganna, heimsíðu mótsins smi2015.skidalvik.is og facebook síðu mótsins „Skíðamót Íslands 2015“.
Virðingingafyllst,
Mótsnefnd Skíðalandsmóts Íslands 2015