Þakklætisvottur frá Sjómannafélagi Ólafsfjarðar

Á myndinni eru þau Ægir Ólafsson, Ríkey Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir
Á myndinni eru þau Ægir Ólafsson, Ríkey Sigurbjörnsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir

Ægir Ólafsson kom færandi hendi fyrir hönd Sjómannafélags Ólafsfjarðar og afhenti Fjallabyggð þakklætisvott fyrir styrk, sem Sjómannafélagið hefur fengið frá bæjarfélaginu til að standa að hátíðarhöldum í Ólafsfirði á sjómannadag, en það hefur verið gert með afar myndarlegum og fjölbreyttum hætti. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála tóku við þakklætisvottinum fyrir hönd Fjallabyggðar.

Þess má geta að á næsta ári mun Sjómannafélag Ólafsfjarðar fagna fertugsafmæli sínu 26. janúar 2023. Ætlunin er að minnast tímamótanna á ýmsan hátt á afmælisárinu, ekki síst með hátíðarhöldum sjómannadagsins þar sem meðal annars sjómenn verða heiðraðir á hefðbundinn hátt og keppt verður um Alfreðsstöngina góðu, verðlaunagrip sem á sér sögu á þessum vettvangi í byggðarlaginu allt frá árinu 1955.