Samið við Bás ehf. um endurgerð grjótdrens

Á fundi bæjaráðs í gær, þriðjudaginn 6. október, var til umfjöllunar tilboð í endurgerð grjótdrens norðan við Stóra Bola. Tilboðin voru opnuð föstudaginn 2. október sl. og bárust tvö tilboð. Frá Bás ehf. upp á 1.432.000 kr. og frá Smára ehf. að upphæð 2.170.000 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 1.980.000 kr. Bæjarráð samþykkti tillögu deildarstjóra tæknideildar þess efnis að samið verið við Bás ehf um verkið.