Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir sérkennslustjóra í 50 % starf

Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir sérkennslustjóra í 50 % starf.

Laus er til umsóknar staða sérkennslustjóra við Leikskóla Fjallabyggðar - Leikskála.

Á Leikskálum eru 70-80 börn á fimm deildum. Leikskóli Fjallabyggðar leggur áherslu á nám í gegnum leik og hreyfingu. Einkunnarorð fræðslustefnu Fjallabyggðar eru Kraftur – Sköpun – Lífsgleði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu á Leikskálum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
 • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu
 • Sinnir einstaka börnum og barnahópum með íhlutun
 • Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf
 • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum
 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og fræðslustefnu Fjallabyggðar

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
 • Færni í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Um er að ræða 50% starfshlutfall og er staðan laus frá 10.ágúst 2020.

Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2020.

Allar frekari upplýsingar veita:

Olga Gísladóttir leikskólastjóri í síma 464-9242 eða á netfangið olga@fjallaskolar.is

Kristín Karlsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 464-9145 eða á netfangið kristinm@fjallaskolar.is

Heimasíða leikskólans er http://leikskolifjallabyggdar.leikskolinn.is