Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir deildarstjóra

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við leikskóla Fjallabyggðar Leikskála  á deild fyrir 3ja ára börn.

Á Leikskálum eru 70-80 nemendur á fimm deildum.  Í leikskólanum leggjum við áherslu á nám í gegnum leik og hreyfingu.  Einkunnarorð fræðslustefnu Fjallabyggðar eru Kraftur – Sköpun - Lífsgleði

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu í leikskóla 
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Stundvísi
  • Hreint sakavottorð

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 10 ágúst 2020.

Umsóknafrestur er til 15. júlí 2020 .

Allar frekari upplýsingar veita:

Olga Gísladóttir leikskólastjóri í síma 464-9242 eða á netfangið olga@fjallaskolar.is

Kristín Karlsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 464-9145  eða á netfangið kristinm@fjallaskolar.is

Heimasíða leikskólans er http://leikskolifjallabyggdar.leikskolinn.is