Kynning á skíðasvæðum Norðurlands

Hópurinn við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði
Hópurinn við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði
Markaðsstofa Norðurlands og skíðasvæði Norðurlands stóðu fyrir kynnisferð, í gær, fyrir söluaðila ferðaþjónustufyrirtækja. 
Markmiðið var að í lok dags hefðu þátttakendur náð að upplifa þessa mögnuðu afþreyingu á fimm mismunandi svæðum í bland við aðra þjónustu, mat og drykk. Mikli gleði var í fyrirrúmi, fimm skíðasvæði voru kynnt og voru það skíðasvæðin á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkróki sem buðu í heimsókn. Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður skíðasvæðisins í Skarðsdal og Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjallabyggðar sáu um kynningu á skíðasvæðum Fjallabyggðar.  

Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.