Inkasso ehf. sér um innheimtu fyrir Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum 6. maí samning um innheimtu reikninga og vanskilakrafna í milliinnheimtu og löginnheimtu fyrir Fjallabyggð við Inkasso ehf. og Inkasso Löginnheimtu ehf. 

Inkasso ehf. mun einnig taka að sér eldri gjaldfallnar innheimtukröfur sveitarfélagsins sem ekki hafa verið í sérstöku innheimtuferli.