Hannyrðakvöld á bókasafninu

Nú fara hannyrðakvöldin á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði að hefjast eftir jólafrí. Fyrsti hittingur er á morgun, þriðjudaginn 13. janúar, frá kl. 20:00-22:00 og eins og áður verða þau annan hvern þriðjudag fram á vorið. Minnt er á að safnið er opið á sama tíma.

Hannyrðakvöldin verða sem hér segir:
Þriðjud. 13. og 27. janúar
Þriðjud. 10. og 24. febrúar
Þriðjud. 10. og 24. mars
Þriðjud. 7. og 21. apríl