Háskólinn á Hólum fær Hvatningarverðlaunin 2003

Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra veitti Háskólanum á Hólum Hvatningarverðlaunin 2003. Guðmundur Skarphéðinsson formaður Atvinnuþróunarfélagsins afhenti Skúla Skúlasyni rektor verðlaunin, á Hólum föstudaginn 27. febrúar. Verðalaunagripurinn var að þessu sinni listaverk skorið í tré, eftir Erlend Magnússon listamann, ásamt verðlaunaskjali. Háskólinn á Hólum þykir sérlega vel að verðlaununum kominn en, á heimasíðu skólans er eitt af markmiðum skólans eftirfarandi:“....að efla starfsemi sína á sviði byggðamála í víðum skilningi, með þeim hætti að tengja í ríkara mæli núverandi nám og rannsóknir þessum mikilvæga málaflokki og stefna að því að þjálfa og mennta fólk til að verða frumkvöðlar í nýsköpun og uppbyggingu atvinnu og menningarstarfsemi á landsbyggðinni”. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra veitir árlega einu fyrirtæki eða stofnun, sem telst hafa skarað framúr hvatningarverðlaun. Markmiðið með þeim er eins og nafnið bendir til að hvetja til nýsköpunar en um leið að vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra.Verðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn en áður hafa fengið verðlaunin:Síldarminjasafnið á Siglufirði fékk verðlaunin í fyrra fyrir að vera veglegur minnisvarði um merkilegan þátt í atvinnulífi Siglufjarðar og raunar landsins alls.Hestamiðstöðin á Gauksmýri í Húnaþingi vestra fékk verðlaunin fyrir árið 2001 fyrir þann kjark og áræði að byggja upp afþreyingu sem tekið er eftir um allt land.Vesturfarasetrið á Hofsósi fékk hvatningarverðlaunin fyrir árið 2000 enda eitt merkasta fyrirtæki sem starfrækt er á landinu.Kántrýbær á Skagaströnd fékk hvatningarverðlaunin fyrir árið 1999 og var það í fyrsta sinn sem þau voru veitt.