Grunnskóli Siglufjarðar hefur fengið þrjár tilnefningar til foreldraverðlauna í ár.

Þann 15. maí n.k. munu Heimili og skóli – landssamtök foreldra veita hin árlegu Foreldraverlaun og er það nú gert í 13. sinn. Leitað var eftir tilnefningum um einstakling, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða skóla á leik-. grunn- og framhaldsskólastigi sem stuðlað hafa að árangursríkum leiðum til að efla samstarf foreldra og kennara og verkefnum sem hafa komið sér vel fyrir foreldra eða börn á einhvern hátt. Alls bárust 35 tilnefningar. Ánægjulegt er frá því að segja að Grunnskóli Siglufjarðar fékk þrjár tilnefningar fyrir átak gegn einelti (Olweusar áætlun). Dómnefnd tekur nú til starfa og fer yfir allar tilnefningarnar.