Gospelnámskeið

Frá Gospeltónleikum í Siglufjarðarkirkju
Frá Gospeltónleikum í Siglufjarðarkirkju

Gospelnámskeið verður í Fjallabyggð 10. - 12. apríl nk. Lifandi námskeið þar sem hinn eini og sanni Óskar Einarsson, ásamt söngkonunum Hrönn Svansdóttur og Fannýju Tryggvadóttur, leiða hópinn í gegnum fjölbreytileika Gospel-tónlistarinnar.
Farið verður í valin lög eftir íslenska og erlenda höfunda og endað með Gospeltónleikum í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 12. apríl. Þátttaka er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Reynsla í söng eða kór er ekki skilyrði.

Skráning er hafin á netföngin: brynbald@simnet.is, baldi@simnet.is og palakr@simnet.is
Þátttökugjald er kr. 10.000. Greiða þarf gjaldið fyrir 9. apríl.

Allar nánari upplýsingar veita: Biddý í síma 868 9357, Aafke Roelfs í síma 662 5932 og Pála í síma 691 6808 eftir kl. 16:00 á daginn.

Leiðbeinendur á Gospelnámskeiði
Leiðbeinendur á Gospelnámskeiðinu: Fanný, Hrönn og Óskar.