Góður árangur hjá yngri flokkum á Íslandsmóti innanhúss í knattspyrnu.

3. flokkur karla, 3. flokkur kvenna og 4. flokkur kvenna tóku þátt í Íslandsmóti innanhúss, Norðurlandsriðlum, nú um helgina og var árangurinn góður. Á Siglufirði fór fram Norðurlandsriðill hjá 3. flokki karla og náðu strákarnir mjög góðum árangri. KS spilaði í riðli með KA, Völsungi og Tindastóli og unnu okkar menn alla sína leiki í riðlinum mjög sannfærandi. Úrslit leikja KS voru eftirfarandi: KS - Tindastóll 3-1 KS - KA 6-3 KS - Völsungur 8-2 KS spilaði svo til úrslita við Þór sem sigraði í hinum riðlinum en Þór vann úrslitaleikinn 3-2 eftir að okkar menn höfðu sótt mjög að marki þeirra. Árangurinn engu að síður mjög góður og sérstaklega ánægjulegur í ljósi þess að nær allir strákarnir eru á yngra ári í flokknum. Á Akureyri spilaði 4 flokkur kvenna í Norðurlandsriðli og var árangur þeirra einnig mjög góður. Stelpurnar voru reyndar óheppnar í þremur fyrstu leikjunum sem enduðu með jafntefli en í tveimur af þeim leikjum jöfnuðu mótherjarnir á síðustu sekúndum leiksins. Úrslit leikja KS urðu þessi: KS - KA 1-1 KS - Þór 4-4 KS - Tindastóll 0-0 KS - Hvöt 12-0 KS - Völsungur 2-3 KS - Leiftur 7-0 Mjög góður árangur og ef heppnin hefði verið okkar megin hefðu stelpurnar orðið enn ofan en þær höfnuðu 4 sæti. Á Húsavík fór fram Íslandsmót, Norðurlandsriðill, hjá 3. flokki kvenna. Okkar stelpur unnu þar 3 leiki og töpuðu tveimur. Úrslitin voru eftirfarandi: KS - Hvöt 3-2 KS - Þór 0-3 KS - Leiftur 3-2 KS - Völsungur 7-1 KS - KA 1-5 3. sætið var niðurstaðan og er það fínn árangur hjá stelpunum. Öll úrslit mótanna má sjá á heimasíðu KSÍ, www.ksi.is. Úrslitin í mótum helgarinnar sýna svo ekki verður um villst að yngri flokkarnir eru á réttri leið og aukin þjálfun er að skila sér í góðum árangri.