Fundur um flugmál á Akureyri 19. desember kl. 12:00

Mynd: Isavia
Mynd: Isavia

Fundur um flugmál á Akureyri
Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Hótel Kea á Akureyri fimmtudaginn 19. desember nk. 12:00 – 14:00. Léttur hádegismatur verður í boði án endurgjalds, en nauðsynlegt er að skrá sig hér .

Þingmönnum norðaustur- og norðvesturkjördæma er sérstaklega boðið til þessa fundar.

Dagskrá fundarins verður á þessa leið:

-Kynning á greinargerð um ávinning af millilandaflugi um Akureyrarflugvöll – Jón Þorvaldur Heiðarsson

-Kynning á nýrri úttekt á rekstri og mannvirkjum Akureyrarflugvallar – Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

-Umræður um stöðu Akureyrarflugvallar m.t.t. Samgönguáætlunar og fjárlaga

Hér má sjá greinargerð sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, vann fyrir Markaðsstofuna. Þar er lagt mat á ávinning af millilandaflugi um Akureyrarflugvöll miðað við fjórar mismunandi sviðsmyndir.

 

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í umræðunum.