Fréttir og tilkynningar frá starfsemi dagþjónustu aldraðra

Farið var í dagsferð á Akureyri þann 26. nóvember sl. og voru 24 einstaklingar sem skráðu sig í ferðina. Lagt var af stað frá Siglufirði kl. 8.30 og komið heim um kl. 21.00. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og var fólk almennt mjög ánægt með þessa tilbreytingu í skammdeginu.

Minnt er á að heiti potturinn í sjúkraþjálfun er opinn þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.30 til kl. 10.00. Hvetjum fólk til þess að taka þátt í Boccia en æfingar eru á föstudögum kl. 10.00 í íþróttahúsinu. Jólabingóið verður haldið þann 19. desember. Þegar möguleiki verður fyrir hendi munu birtast myndir af starfseminni í vetur hér á síðunni.