Fjallabyggð auglýsir eftir framkvæmdarstjóra til að sjá um Síldarævintýrið 2008

Fjallabyggð auglýsir eftir verksala til að sjá um undirbúning og framkvæmdastjórn á hátíðarhöldum vegna Síldarævintýrisins, þ.e. hátíðarhöldum um verslunarmannahelgi 2008.
Gert er ráð fyrir að um verði að ræða ýmsa viðburði eins og tíðkast hefur á undanförnum árum og skal verksali halda utan um alla þætti “ævintýrisins” svo sem fjármál, skipulag, samskipti við skemmtikrafta, hagsmunaaðila, verktaka í sölustarfsemi, og opinbera aðila og alla viðburði á síldarævintýrinu. Markmiðið er að sveitarfélaginu sé sómi að hátíðinni, og taka skal tillit til fjárhagsáætlunar þar um.

Áhugasamir hafi samband við Karítas Skarphéðinsdóttir Neff fræðslu- og menningarfulltrúa í síma 464 9200 eða karitas@fjallabyggd.is