Fjárveitingar og framkvæmdir við Siglufjarðarhöfn 2003

Á fundi Hafnarstjórnar Siglufjarðar þann 11. febrúar sl. voru kynntar fjárveitingar Siglingastofnunar til nýframkvæmda við Siglufjarðarhöfn á árinu 2003. Veittar eru 20,5 millj. króna til framkvæmda sem skiptast þannig að 8,3 millj. króna fara í 40 m viðlegubryggju við vesturkant í smábátahöfninni, 1,2 millj. króna í dýpkun í smábátahöfninni, 9,8 millj. króna í Roaldsbryggju við Síldarminjasafn auk 1,2 millj. króna sem fara í uppgjör vegna eldri verkefna. Heildarframkvæmdakostnaður er áætlaður 31,8 millj. króna og hlutur Hafnarsjóðs Siglufjarðar 11,3 millj. króna. Hafnarstjórn Siglufjarðar hefur farið yfir gögnin og samþykkt áætlun um framkvæmdir.