Fimm tilboð bárust í snjóflóðavarnargarða á Siglufirði

Í gær voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í snjóflóðavarnargarða sem byggja á ofan byggðarinnar í Siglufirði. Alls bárust tilboð frá fimm fyrirtækjum og var lægsta tilboðið frá Suðurverki hf. upp á rúmar 554 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verkkaupa var liðlega 536 milljónir króna.Þau fyrirtæki sem buðu í verkið eru: Íslenskir aðalverktakar, Ístak ehf., Norðurtak ehf., Héraðsverk ehf. og loks Suðurverk hf.Umrætt verk felst í að byggja fimm þvergarðar og einn leiðigarð. Þvergarðarnir verða samtals um 1700 metra langir. Byggt verður í þremur áföngum. Fyrst verða nyrstu garðarnir reistir og skal þeim lokið sumarið 2004. Þá hefjast framkvæmdir við upptakastoðvirki í Gróuskarðshnjúk sem reyndar eru ekki hluti af útboðsverkinu en loks verður miðgarðurinn reistur fyrir lok sumars 2005 en bygging þess syðsta á að vera lokið haustið 2006.Nú tekur við vinna við yfirferð tilboðanna.Frétt af mbl.is