Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst í dag 14. janúar og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.

Dagskrár verða framlengdar eða uppfærðar eftir því sem við á og gilda núverandi dagskrár frá 14. janúar 2021. 

Nánari upplýsingar veitir Helga Hermannsdóttir, Skálarhlíð, í síma 467-1147 og 898-1147 og Gerður, Hús eldri borgara, sími 864-4887

Dagskrár eru aðgengilegar hér fyrir neðan fyrir Hús eldri borgara í Ólafsfirði og Skálarhlíð Siglufirði. 

Klikkið á myndirnar til að opna

 

Skálarhlíð - Siglufirði   Hús eldri borgara í Ólafsfirði  

Áríðandi: Vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru biðjum við eldri borgara sem ætla að taka þátt í vatnsleikfiminni vinsamlegast að skrá sig í síma 464-9250 (Ólafsfjörður) eða 464-9170 (Siglufjörður).