Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hófst að nýju 14. janúar og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.

Dagskrár verða framlengdar eða uppfærðar eftir því sem við á og gilda núverandi dagskrár frá 14. janúar 2021. 

Nánari upplýsingar veitir Helga Hermannsdóttir, Skálarhlíð, í síma 467-1147 og 898-1147 og Gerður, Hús eldri borgara, sími 864-4887

Dagskrár eru aðgengilegar hér fyrir neðan fyrir Hús eldri borgara í Ólafsfirði og Skálarhlíð Siglufirði. 

Klikkið á myndirnar til að opna

 

Skálarhlíð - Siglufirði   Hús eldri borgara í Ólafsfirði  

Áríðandi: Vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru biðjum við eldri borgara sem ætla að taka þátt í vatnsleikfiminni vinsamlegast að skrá sig í síma 464-9250 (Ólafsfjörður) eða 464-9170 (Siglufjörður).