Lausar stöður - Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála. Deildarstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og er staðgengill hans. Um er að ræða áhugavert atvinnutækifæri í vaxandi sveitarfélagi fyrir einstakling sem býr yfir leiðtogahæfileikum, frumkvæði og góðum samskiptahæfileikum. Um 100% starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stjórnun og daglegur rekstur og mannauðsmál stjórnsýslu- og fjármáladeildar
 • Umsjón með fjármálum sveitarfélagsins og stofnana þess og eftirlit með fjárreiðum
 • Undirbúningur funda bæjarstjórnar og bæjarráðs í samvinnu við bæjarstjóra og ritun fundargerða
 • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og kjörinna fulltrúa varðandi stjórnsýsluhætti, rekstur og mannauðsmál
 • Undirbúningur og gerð fjárhagsáætlunar, auk eftirlits og eftirfylgni með framkvæmd  
 • Umsjón með launagreiðslum sveitarfélagsins
 • Þátttaka í stefnumótun og framkvæmd stefnu í þeim málaflokkum sem undir sviðið heyrir

 Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
 • Reynsla af rekstri, fjárstýringu, áætlunargerð og stjórnun
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu, helst af vettvangi sveitarfélaga
 • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfileikar
 • Almenn þekking á mannauðsmálum
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Mjög góð tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

 Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar (elias@fjallabyggd.is) í síma 464 9100.

 Auglýsing á pdf formi