Engin Ólæti í Ólafsfirði

Á fundi markaðs- og menningarnefndar þann 5. maí kom fram að umsjónaraðilar að tónlistar- og menningarhátíðinni Ólæti hafi tilkynnt sveitarfélaginu að ekkert verði af hátíðinni í ár. 
Ólæti, tónlistar- og menningarhátíð ætluð ungu fólki var í fyrsta skipti haldin í fyrra og þótti takast mjög vel. Því miður hafa umsjónaraðilar ekki náð að fjármagna hátíðina í ár og því er óhjákvæmilegt annað en að fella hana niður.