Nýárskveðja

Nýárskveðja
Heilsueflandi Fjallabyggð óskar íbúum Fjallabyggðar gleðilegs nýs árs.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags í Fjallabyggð hvetur íbúa til að hlúa að heilsu sinni og heilbrigði á nýju ári sem endranær.
Einnig hvetur stýrihópurinn stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að horfa til heilsueflingar starfsmanna á nýju ári.
Á vef Embættis landlæknis má finna bækling um heilsueflingu á vinnustöðum.

Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Stýrihópur Heilsueflandi samfélags.