Dagur góðra verka - Opið hús í Iðju

Föstudaginn 22. maí milli kl. 09:00 - 16:00 verður opið hús í Iðju, Aðalgötu 7, Siglufirði. Boðið verður upp á kaffi og konfekt og að sjálfsögðu verður handverk til sölu.

Iðja dagþjónusta á Siglufirði fyrir fatlað fólk er sambandsaðili innan Hlutverks. Samtökin eru ráðgefandi stofnun ríkis og sveitarfélaga, þar með talin ráðuneyti og annarra þeirra sem sjá um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðs fólks. Tilgangurinn er að stuðla að góðu samstarfi og samskiptum fyrirtækja og stofnana innan sambandsins. Opið hús í Iðju er liður í því að gera starfsemina sýnilegri og eru allir velkomnir að kíkja við og sjá hvað fram fer í Iðju.

Sjá frekari upplýsingar um Hlutverk inn á www.hlutverk.is