Innritun hafin í Tónlistarskólann á Tröllaskaga skólaárið 2018 -2019

Skráning í Tónlistarskólann á Tröllaskaga er hafin og stendur yfir dagana 15. ágúst — 31. ágúst 2018.  Tekið er við rafrænum umsóknum á heimasíðu Tónlistarskólans. Einnig er hægt að senda tölvupóst á tat@tat.is og færa núverandi nemendur á milli skólaára.

Þeir nemendur sem skráðu sig í vor þurfa ekki að skrá sig aftur nema einhverra breytinga sé þörf.

Athugið að tónlistarnám í málm- og tréblæstri er gjaldfrjálst.

Allar frekari upplýsingar um tónlistarnám og -kennslu í Fjallabyggð er að finna á heimasíðu skólans.

Símar tónlistarskólans eru: Dalvík 460 4990,  Ólafsfjörður 464 9210, Siglufjörður 464 9130