Sundlaugin í Ólafsfirði lokar vegna framkæmda frá 1. apríl – 31. maí 2022

Sundlaugin í Ólafsfirði
Mynd: Magnús A. Sveinsson
Sundlaugin í Ólafsfirði
Mynd: Magnús A. Sveinsson

Föstudaginn 1. apríl hefjast framkvæmdir við íþróttahúsið í Ólafsfirði, fyrirhugað er að endurnýja búningsklefa og sturtuklefa stofnunarinnar. Sundlaugin í Ólafsfirði verður því lokuð á tímabilinu 1. apríl 2022 – 31. maí 2022.

Hægt verður að nota íþróttasal og líkamsræktarsal með áðurnefndum takmörkunum.

Þeir sem eiga árskort í sundlaugum Fjallabyggðar geta nýtt kortið í sundlauginni á Dalvík samkvæmt samkomulagi á milli sveitarfélaganna meðan á lokun stendur.

Opnunartími sundlaugar við Íþróttamiðstöðina á Siglufirði er óbreyttur á framkvæmdartíma utan lengri opnunar um páska, nánar auglýst þegar nær dregur páskum.