Sundlaugar Fjallabyggðar opnar á ný

Sundlaugin í Ólafsfirði
Mynd: Magnús A. Sveinsson
Sundlaugin í Ólafsfirði
Mynd: Magnús A. Sveinsson

Sundlaugar Fjallabyggðar hafa verið opnaðar á ný. Opnun lauganna er þó háð þeim takmörkunum að aðeins mega 50 manns vera á laugarsvæði hverrar laugar hverju sinni. Gestir eru benir að virða tveggja metra relguna í afgreiðslu og í búningsklefum og velja skápa og snaga eftir því. Engar hárþurrkur verða í boði á meðan þetta ástand varir.

Eftirfarandi leiðbeiningar hafa verið gefnar út fyrir sundlaugargesti og eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa þær í huga.

Athugið að 2ja metra reglan er valkvæð en gestir eru beðnir um að taka tillit til þeirra sem vilja halda fjarlægð. Á einni braut er hægt að synda án þess að vera í nánd við aðra.

STÓLAR - BORÐ - LEIKFÖNG – KAFFI:
Ekki verður boðið upp á kaffi að svo stöddu og stólar og borð fjarlægð sökum smithættu. Sama á við um leikföng. Handakúta er hægt að fá hjá laugarverði og ber að skila þeim aftur til laugarvarðar eftir notkun til sótthreinsunar.

HEITIR POTTAR:
Mikilvægt er að virða 2 metra regluna í heitum potti. Einnig er góð regla að vera ekki of lengi til þess að sem flestir geti notið þess að fara í pottinn.

GUFUKLEFI OG AÐRAR TAKMARKANIR:
Til að byrja með er hámark í gufuklefann tvær manneskjur.
Muna að virða tímamörk 10 – 15 mín svo að sem flestir geti notað gufuna.
Munið að taka tillit til annarra og æskilegt er að vera ekki lengur en 1 ½ til 2 tíma í einu á sundstað.

Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið samband við forstöðumann.

Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum þá er stefnt að því að líkamsrækt opni mánudaginn 25. maí nk.

Leiðbeiningarnar er hægt að nálgast hér