Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa eftir starfsfólki til sumarafleysinga

Mynd: Magnús Sveinsson
Mynd: Magnús Sveinsson

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar vantar starfsmenn á Siglufirði og Ólafsfirði. Starfstímabil er frá 1. júní - 20. ágúst. Leitað er að einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa þekkingu í skyndihjálp og standast kröfur sem gerðar eru til sundvarða sem felast í því að taka sundpróf samkvæmt reglugerð um öryggi á sundstöðum.

Umsóknarfrestur allra starfa er til og með 20. maí 2022.

Allar nánari upplýsingar um störfin er hægt að nálgast hjá forstöðumanni í síma 8631466

 Sótt er um störfin rafrænt í gegnum íbúagáttina MÍN FJALLABYGGРá www.fjallabyggd.is eða haukur@fjallabyggd.is.