Skráning í Frístund og Lengda viðveru haustið 2021

Nú er skráning hafin í Frístund fyrir 1.-4. bekk ásamt Lengdri viðveru haustið 2021. Foreldrum/forráðamönnum nemenda í þessum bekkjum hefur verið sendur tölvupóstur gegnum Mentor og lýkur skráningu kl. 13:00 fimmtudaginn 19. ágúst. Allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna í tölvupósti og meðfylgjandi gögnum.

Frístund hefur verið starfandi síðan 2017 í núverandi mynd. Markmiðið með Frístund er

  • Að efla og styðja við félagsleg tengsl og þroska nemenda.
  • Að jafna möguleika nemenda til að stunda tómstundastarf.
  • Að allir nemendur hafi aðgang að félagsskap að loknum skóladegi.
  • Að gefa nemendum kost á að sækja íþróttaæfingar og tónlistarskóla í beinu framhaldi af skóladegi.
  • Að a.m.k. 90% nemenda nýti sér frístund að loknum skóladegi.

Síðastliðinn vetur var öllum markmiðum náð og vonir standa til að þátttaka í Frístund á komandi skólaári verði eins góð og undanfarin misseri.

Hér má sjá viðfangsefni Frístundar á haustönn 2021 ásamt lýsingu á viðfangsefnunum.

Frekari upplýsingar er að fá hjá skólaritara í  gegnum netfangið ritari@fjallaskolar.is eða í síma 4649150

Einnig veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála upplýsingar í gegnum netfangið rikey@fjallabyggd.is eða í síma 4649100