Skipulagsdagur í Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar mánudaginn 16. mars

Skipulagsdagur í Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar mánudaginn 16. mars.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður með breyttu sniði. Framhalds- og háskólum verður lokað og fjarkennsla útfærð en starf leik- og grunnskóla verður áfram heimilt. Nánari útfærslur þess verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda en sveitarfélög landsins vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við framangreindar ákvarðanir.