Nýtt skólaár hafið – mjög góð skráning í Frístund

Nýhafið er skólaárið 2021-2022 í Grunnskóla Fjallabyggðar. Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, danskennara, grunnskólann og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.

Nú á haustönn 2021 er boðið upp á fjölbreyttar íþróttir eða  knattspyrnu, badminton, blak, skíði (þrek og liðleiki) og svo íþróttaskóla Glóa. Þeir sem velja íþróttaæfingar greiða æfingargjöld til íþróttafélaga. Þá býður Fjallabyggð endurgjaldslaust upp á jazzdans, sund, Hringekju og Bland í poka með Birgittu sem er samsafn fjölbreyttra afþreyingarverkefna. Tónistarskólinn á Tröllaskaga býður upp á kórstarf og Bílskúrsbandið og er það endurgjaldslaust fyrir nemendur. Þá geta nemendur nýtt þennan tíma í tónlistarnám séu þeir nemendur í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.

Mjög góð skráning er nú í Frístund og má sjá yfirlit fyir þáttöku og viðfangsefni í þessari slæðukynningu.

Að lokinni Frístund tekur Lengd viðvera við fyrir nemendur 1.-4. bekkja og býður upp á afþreyingu til kl. 16:00 á daginn. Að lokinni Frístund, áður en nemendur fara heim eða í Lengda viðveru fá allir ávaxtabita.