Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir 50% stöðu kennara í heimilisfræðikennslu við starfsstöðina í Ólafsfirði, tímabundið næsta skólaár. Möguleiki er á frekari kennslu í verkgreinum/textílkennslu á sömu starfsstöð.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um tvo umsagnaraðila.

Umsóknum skal skila á netfangið erlag@fjallaskolar.is Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er 4. ágúst. Umsóknir gilda i sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Upplýsingar um starfið veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is  eða í síma 865-2030.