Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir deildarstjóra og sérkennslustjóra

Leikskóli Fjallabyggðar starfar í tveimur byggðarkjörnum, í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Á Leikhólum Ólafsfirði eru 40 nemendur á þremur deildum. Á Leikskálum Siglufirði eru 70-80 nemendur á fimm deildum.  Í leikskólanum leggjum við áherslu á nám í gegnum leik og hreyfingu.  Einkunnarorð okkar eru Kraftur – Sköpun - Lífsgleði.

Lausar eru til umsóknar 100% staða deildarstjóra og  50% staða sérkennslustjóra með möguleika á 50% viðbótarstöðu á deild.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Góð íslenskukunnátta
  • Stundvísi
  • Hreint sakavottorð. Umsækjandi þarf að veita heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Umsækjandi um deildarstjórastöðu þarf að geta hafið störf 1. desember, fyrr kemur til greina. Umsækjandi um sérkennslustjórastöðu þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Allar frekari upplýsingar veita:

Olga Gísladóttir leikskólastjóri í síma 464-9242 eða á netfangið olga@fjallaskolar.is
Kristín Karlsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 464-9145  eða á netfangið kristinm@fjallaskolar.is

Heimasíða leikskólans er http://leikskolifjallabyggdar.leikskolinn.is
Heimasíða Fjallabyggðar er https://www.fjallabyggd.is/

Fjallabyggð fagnar þér https://www.fagnar.is/