Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 10 ára og eldri í Tjarnarborg í vetur

Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 10 ára og eldri í Tjarnarborg í vetur. Nemendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistanna og læra grunntækni hinna helstu sirkuslista. Á dagskránni er húlla, jafnvægislistir, djöggl, sirkusfimleikar, atriðasmíði, kínverskir snúningsdiskar, sviðsframkoma, trúðalæti, blómaprik og ýmsilegt fleira.

Kennt er í Tjarnarborg, Ólafsfirði, miðvikudaga klukkan 15:30-16:30. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 11. september og lýkur 11. desember. 

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á Facebook og á heimasíðusíðu Húlladúllunar.

Auglýsing í pdf

Fréttin er aðsend.