Bæjarráð Ólafsfjarðar vill flýta Héðinsfjarðargöngum

Bæjarráð Ólafsfjarðar hefur samþykkt ályktun þar sem segir að í ljósi framkominna upplýsinga um minni þenslu í kjölfar stóriðjuframkvæmda á Austurlandi, óski bæjarráð Ólafsfjarðar eftir því að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína um tímasetingu framkvæmda við Héðinsfjarðargöng. Verkið var boðið út í maí og áttu Íslenskir aðalverktakar og sænska verktakafyrirtækið NCC lægsta tilboðið en í kjölfarið ákváðu stjórnvöld að fresta gerð ganganna, til að draga úr hugsanlegu þensluástandi í þjóðfélaginu. Frestun framkvæmdanna sl. sumar var mikið hitamál við utanverðan Eyjafjörð og um tíma var rætt um að leggja niður Framsóknarfélag Siglufjarðar til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda um frestun. Frétt af local.is