Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Fjallabyggð 29. maí 2010

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar mun veita framboðslistum, og meðmælendalistum vegna þeirra, móttöku laugardaginn 8. maí 2010 frá kl. 11:00 til kl. 12:00. Móttaka framboðslista fer fram í Ráðhúsinu á Siglufirði, 2. hæð og í Gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði.  

Framboðslistum skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru sem og skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í Fjallabyggð um stuðning við framboðið.  Meðmælendur hvers lista skulu vera að lágmarki 40 en að hámarki 80.

Yfirkjörstjórn mun funda um gildi framboða sunnudaginn 9. maí kl. 13:00 í Gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði og er umboðsmönnum framboða heimilt að vera viðstaddir þann fund.

Á kjördag verður aðsetur yfirkjörstjórnar í Ráðhúsinu á Siglufirði.

Siglufirði, 4. maí 2010
Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar