Auglýsing til verslana, þjónustuaðila, handverks- og listamanna

Á bæjarráðsfundi sl. fimmtudag samþykkti bæjarráð fjármagn til markaðsátaks fyrir jólin, með verslunum, þjónustuaðilum, handverks- og listamönnum. Hugmyndin er að í samvinnu við verslanir, þjónustuaðila og handverks- og listamenn í Fjallabyggð verði gert markaðsátak til að hvetja íbúa Fjallabyggðar til að versla í heimabyggð fyrir jólin. Átakið felur í sér að gerður verði sameignlegur auglýsingabæklingur með jólagjafahugmyndum frá þessum aðilum. Vinna og kostnaður við bæklinginn verður á hendi Fjallabyggðar.

Af því tilefni er þessum aðilum boðið til fundar til að fá nánari upplýsingar um verkefnið. Jólin nálgast hratt og mikilvægt er að vinna fari af stað sem fyrst og allt gangi sem hraðast fyrir sig.

Fundirnir verða sem hér segir.
Siglufjörður: mánudaginn 10. nóvember kl 17:00 í fundarsal Ráðhúsinu Siglufirði.
Ólafsfirði: þriðjudaginn 11. nóvember kl 17:00 í Gagnfræðaskólahúsinu Ólafsfirði.

Öll fyrirtæki og allir einstaklingar innan Fjallabyggðar sem hafa áhuga á að selja íbúum Fjallabyggðar jólagjafir eru hvattir til að mæta. Hugsum út fyrir kassann hvað varðar jólagjafir þessi jólin.

Við óskum eftir að sjá fólk frá öllum verslunum, jólagjafir geta verið jafn misjafnar og þær eru margar. Við óskum eftir að sjá alla þjónustuaðila í Fjallabyggð, hárgreiðslufólk, snyrtifræðinga, nuddara, ljósastofur o.þ.h. Við óskum eftir hugmyndir frá öllum listamönnunum okkar. Og síðast en ekki síst viljum við koma hinum margvíslegu handverksmunum sem unnir eru í Fjallabyggð undir jólatréð í ár.

Með kveðju
Inga Eiríksdóttir, markaðs og kynningarfulltrúi