Auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna Héðinsfjarðarganga.

Vegagerðin hefur nú auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna Héðinsfjarðarganga. Auglýsingu má sjá í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar en skila skal forvalsgögnum í síðasta lagi þriðjudaginn 13. desember n.k.Nánar um þetta má sjá á heimasíðu Vegagerðar, www.vegagerdin.is.