Fréttir & tilkynningar

Auglýst eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja úr bæjarsjóði Fjallabyggðar vegna ársins 2020

Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrka til menningarmála, fræðslumála, rekstrarstyrkja til safna og setra, styrkja vegna hátíða og styrkja til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.
Lesa meira

Viðburðadagatal á aðventu 2019

Eins og fyrri ár er undirbúningur að aðventu- og jóladagskrá í Fjallabyggð að hefjast og byrjum við á viðburðadagatalinu. Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá sem flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, , jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.
Lesa meira

Hefur þú prófað íþróttir fatlaðra? Paralympic-dagurinn 2019

Paralympic-dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Þetta er fimmta árið í röð sem Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Paralympic-deginum. Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson mun stýra deginum sem fram fer laugardaginn 19. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Allir velkomnir!
Lesa meira

Viðtalstímar Markaðsstofu Norðurlands

Í október og nóvember verða starfsmenn Markaðsstofunnar á ferð um landshlutann og bjóða öllum þeim sem hafa áhuga til viðtals um þau verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, eins og DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið eða almennt um það sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna. Hægt verður að panta 20 mínútna langa fundi með þeim Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Birni H. Reynissyni verkefnastjóra.
Lesa meira

Listaverkagjöf til Fjallabyggðar

Afkomendur Stefáns Friðbjarnarsonar fyrrum bæjarstjóra Siglufjarðar (1966-1974) færðu Fjallabyggð málverk eftir Herbert Sigfússon málara að gjöf. Málverkið sem málað er árið 1947 er af Siglufirði og prýddi heimili Stefáns og fjölskyldu hans allt til dánardags Stefáns. Eins og fyrr segir eru það börn Stefáns, þau Sigmundur, Kjartan og Sigríður sem eru gefendur málverksins en hjónin Kjartan Stefánsson og Guðrún K. Sigurðardóttir afhentu gjöfina.
Lesa meira

Fjallabyggð óskar eftir að ráða til sín skjalastjóra í tímabundna afleysingu

Fjallabyggð óskar eftir að ráða til sín skjalastjóra í tímabundna afleysingu. Um er að ræða 50% hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst en gert er ráð fyrir afleysingu til 31.12.2020.
Lesa meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni í 80% stöðu við félagsstarf fyrir íbúa Hornbrekku. Starfið felur í sér skipulag og uppbyggingu á félagsstarfinu.
Lesa meira

Erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun 2020.

Þeir íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Fjallabyggð sem vilja koma með erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun ársins 2020 eru hvattir til að senda þær inn til bæjaryfirvalda rafrænt á heimsíðu Fjallabyggðar eða á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira

VODA : tónleikar & myndlistarsýning í Alþýðuhúsinu

Þann 15. Október munu rafnar, Dušana & Framfari halda litríkan fögnuð og listviðburð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem verður boðið upp á heimatilbúinn blöndung af tónverkum, myndlist og videoverkum. Samhliða hljómleikunum þá opnar ný listasýning með verkum eftir Dušana Pavlovičová. Sýningin er hluti af heildarverkinu VODA sem þau öll þrjú hafa unnið saman að undanfarin tvö ár. VODA verður flutt í heild sinni á tónleikunum ásamt kvikmyndatónlist Framfara úr myndinni Af Jörðu Ertu Kominn sem var frumsýnd fyrr á ári
Lesa meira

Opnunartími sundlauga verður lengdur til reynslu á þriðjudögum og fimmtudögum

Ákveðið var á 75. fundi Fræðslu- og frístundanefndar að lengja opnunartíma sundlauga á þriðjudögum og fimmtudögum til kl. 20:30 á Siglufirði og til kl. 20:00 í Ólafsfirði. Tillöguna lagði fram Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Lesa meira